Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

Nánar

Eru hvítt og svart litir?

Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...

Nánar

Hvað getur mannsaugað greint marga liti?

Við höfum birt svokallaðan litaþríhyrning í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir? Hann á í grundvallaratriðum að geta sýnt alla liti sem við skynjum, einkum þó með fyrirvara um gæði prentunar og slíkt. Á rönd þríhyrningsins eru svokallaðir fullmettaðir litir en þegar hvítt bætist við afme...

Nánar

Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?

Upprunalega spurningin var: Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur? Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt na...

Nánar

Af hverju er sólin gul?

Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...

Nánar

Hvernig elda ég grátt silfur?

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...

Nánar

Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?

Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...

Nánar

Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?

Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...

Nánar

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...

Nánar

Af hverju voru fyrstu tölvuskjáirnir með grænum lit en ekki hvítir?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum? kemur meðal annars fram:Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en s...

Nánar

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...

Nánar

Fleiri niðurstöður